Um okkur
Yfir 10 ára reynsla í pípulögnum
Hjá Lagnastöðinni leggjum við metnað okkar í að veita fyrsta flokks þjónustu fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. Við sameinum áralanga reynslu, vandaðan frágang og persónulega þjónustu sem byggir á trausti og fagmennsku. Hvort sem um er að ræða nýlagnir, viðhald eða neyðarviðgerðir, þá höfum við þekkinguna og tækin til að leysa verkefnið hratt og örugglega.
Haukur Hlíðar Ásbjarnarson er stofnandi og eigandi Lagnastöðvarinnar. Hann er löggiltur pípulagningameistari og hefur einnig lokið námi í byggingariðnfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Pípulagnanámið stundaði hann við Tækniskólann, auk þess sem hann lauk A-réttindum í vélstjórn og stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Haukur hefur unnið sem pípari í yfir áratug, bæði á höfuðborgarsvæðinu og lengst af í Skagafirði. Hann starfaði einnig sem byggingariðnfræðingur í Reykjavík í eitt ár áður en hann ákvað að einbeita sér alfarið að eigin rekstri og stofnaði Lagnastöðina í árslok 2024.