Þjónusta

Alhliða pípulagningaþjónusta

Við bjóðum upp á alhliða pípulagningaþjónustu. Hvort sem um er að ræða uppsetningu nýrra vatns- og frárennslislagna, viðhald á eldri lögnum eða úttekt á núverandi kerfum, þá sjáum við til þess að allt sé í toppstandi.

Við sérhæfum okkur einnig í hitakerfum, ofnakerfum og gólfhita, þar sem við nýtum nýjustu tækni til að tryggja orkunýtingu og þægindi. Ef upp koma lekar, stíflur eða önnur vandamál, þá lögum við það. Við tökum einnig að okkur drenkerfi, dælubrunna og alla þá þætti sem snúa að heilbrigðu og öruggu fráveitukerfi.

Þjónusta í boði

Lagnastöðin býður upp á alhliða pípulagningaþjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir, ásamt sölu á hágæða efni fyrir lagnaverk.

Uppsetning, viðhald og viðgerðir á öllum almennum pípulögnum.

Greinum og lagfærum leka fljótt og örugglega.

Uppsetning, viðhald og viðgerðir á hitakerfum og ofnum.

Við nýtum nýjustu tækni til að veita þér bestu lausnirnar.

Traustar lausnir fyrir vatnsveitu og fráveitu.

Við erum til taks ef eitthvað kemur upp á, allan sólarhringinn!

Vantar þig pípara?